laugardagur, 9. febrúar 2008

Hvað haldiði bara !!!

Já, nú á að testa það hvort Helgan geti haldið úti bloggi, svo sem lítið annað að gera í þessu leiðindar veðri hér á klakanum en að röfla og rausa á netinu.
Í gærkvöldi ákváðum við Snædís og Heiða að skella okkur á vist í Löngubúð. Við hefðum svo sem getað sagt okkur það að eitthvað færi úrskeiðis, sjaldan lognmolla í kringum okkur svo sem.
Og viti menn, þegar við vorum búin að spila í ca hálf tíma var eins og einhver draugurinn í Löngubúðinni hefði sest að í rafmagnskerfinu og ákveðið að þarna væri nú staður og stund til þess að dansa villtann draugadas. Í dágóða stund blikkuðu ljósin af svo miklum ákafa að við héldum að einhver væri að grínast í okkur hreinlega, álagið var svo mikið að ekki leið langur tími þangað til að draugsa hafði tekist að klára allar rafmagnsbyrgðir sveitarfélagsins og allt varð svart.
Við létum þetta svo sem ekkert á okkur fá (þó svo að hjartað hafi tekið smá auka slög, enda Langabúð frekar draugaleg svona í myrkrinu) kertin voru bara dregin fram og við héldum áfram að spila eins og ekkert hefði í skorist enda mun meira kósý við kertaljós. Held reyndar að parið í Hjallabergi hafi nýtt sér þessa aðstöðu til að svindla svolítið á stigagjöfinni til að næla sér í alla vinningana. Óðinn var þó greininlega sleipari í stærðfræðinni en Heiða því að honum tókst að koma sínum stigum þannig fyrir að hann nældi í aðal vinning kvöldsins en Heiðu svindl færði henni skammarverðlaunin. Heiða við förum bara svolítið í plúsinn og mínusinn í vikunni til að undirbúa næsta föstudagskvöld ;)
Eftir spilamennskuna var svo bara farið heim í kertaljós og hugguleg heit. Alveg spurning hvort maður verði ekki að fara í búðina á eftir og fylla á kertabyrgðirnar, ef veðrið ætlar að halda svona áfram er ekkert víst að við fáum að halda rafmagninu í kvöld, en það er nú bara kósí.
Helga

4 ummæli:

J?hanna sagði...

Jeiii! Frábært að þú sért að blogga, snillingur.

Ég er ansi hrædd um að ég hefði hlaupið eins og píla útúr Löngubúð við þessar aðstæður, enda margrómaður hugleysingi...

Knús og saknaðarkveðjur frá Reykjavíkinni

Nafnlaus sagði...

he he nú líst mér á þig kona !! eigum við að æfa í kvöld fyir föstudaginn ??

snæsan

Nafnlaus sagði...

Jei, öllu átti ég von á en ekki þessu!! Elska þegar bætist á þennan litla bloggrúnt sem eftir er;)

Kv.úr ekru..(Íris sko, ekki kristján hössler)

Nafnlaus sagði...

Jei!! velkomin í nútímann. Þegar fólk er farið að blogga þá á það sér ekkert líf, þess vegna blogga ég. Hlakka til að sjá þig á fimmtudaginn!! bið að heilsa heim.
kveðja Dröfn í London á peysunni með sólgleraugun!