sunnudagur, 24. febrúar 2008

HELGIN


Þessi helgi var auðvitað bara snilld. Drukkið, hlegið, bullað, drukkið meira, hlegið ennþá meira og svo svolítið meir, sing star tekið með stæl, dansað frá sér allt vit og ég veit ekki hvað og hvað.
Hérna til hliðar getið þið farið inn á síðuna hjá Snæssunni og séð nokkrar sýnishorna myndir af ruglinu. Njótið, það gerðum við vissulega.
Girls, thanks a buns, þetta verður vissulega endur tekið :)

föstudagur, 22. febrúar 2008

Farnar í bústað :)

Þá er loksins komið að því, við stelpurnar erum farnar í bústaðinn.
Biðin er á enda og nú verður sko tekið á því !!!!!!!
Góða helgi elskurnar mínar.
Þangað til næst.

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

2. í aumingja

Ennþá lasin heima. Fer nú samt að vinna á morgun enda bústaður annað kvöld :)
Það er nú svo sem ekkert að frétta, bara full af spenningi fyrir helginni, reyndar drullu slöpp ennþá, en er ekki bara málið að drekka það úr sér um helgina, held það bara.

Þetta er nú reyndar merkis dagur, Íris í Ekru á afmæli í dag, til hamingju með daginn kella og hafðu það gott í dag og njóttu frönsku súkkulaðikökunnar, færð þér sneið fyrir mig :)

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Lilli aumingi

Fór heim úr vinnunni í dag lasin. Þetta gerist nú ekki oft en ég ákvað að láta mig hafa það að fara heim enda bústaða ferð framundan og ég ætla ekki að missa af henni takk fyrir kærlega.
Fæ alltaf svo mikið samviskibit þegar ég er heima lasin, en það þíðir ekkert, nú er ég bara lasin og undir sæng að aumingjast, hef EINHVERSTAÐAR náð mér í svona fína pest :(

En hvað haldiði, maður er alltaf að græða, haldiði að hún Íris mín hafi ekki talað við mig áðan, var að taka til í búðardótinu sínu og ætlar að láta mig fá fullt af skóm. (Er sennilega farin að velta því fyrir sér af hverju ég er alltaf á sokkunum, kanski þess vegna sem ég er lasin !!!) En ég er afskaplega glöð og hamingjusöm með þetta. Takk krúttið mitt :)

Jæja, ætla að fá mér einn kaffibolla og ath hvort mér hlýni ekki svolítið og hætti að skjálfa eins og hrísla (eða runni, er víst ekki svo smá að ég teljist vera hrísla) og er svo farin aftur undir sæng.

Þerapía


Það er alveg ótrúlegt hvað gönguferð út á sanda getur gert fyrir sálina. Ég ákvað eftir vinnu í gær að skreppa AÐEINS út á sanda (eins og lesendur þessarar síðu sjá er ég svolítið hrifin af þeim).
Þegar hausinn á manni er í messi og alveg við það að springa og maður er búinn að fara þúsund hringi með allar sínar vangaveltur og pælingar þá er sandaferð sennilega EINA lausnin í stöðunni.
Veðrið í gær var reyndar algjörlega magnað og skemmdi svo sannarlega ekki fyrir í svona þerapíu göngu.
Það að vera gjörsamlega aleinn í heiminum og arka eftir fjörunni og sjá ekkert nema sjó og sand í aðra áttina í hina er sólin að daðra við fjallstindana og undirbúa alveg magnað sólsetur eftir vel unnið dagsverk og það eina sem maður heyrir er öldugjálfrið í fjörunni er bara geggjað. Það sem er sennilega best við þessar gönguferðir er að maður getur fengið svo fullkomna útrás og það er enginn sem heyrir í manni, sama hvort maður talar allar sínar hugsanir út í loftið, öskrar og gargar, grætur, hlær, syngur eða bara stein þegir og arkar áfram þá segja sandarnir ekki neitt, taka endalaust við. Það er líka svo gott að þessi þerapía er gjaldfrjáls, alltaf opin og engin tímamörk, enda nýtti ég mér það í gær, arkaði um í tvo og hálfan tíma og reyndi að sortera hausinn á mér. Ég segi nú ekki að mér hafi tekist að sortera allt á rétta staði og finna lausn á öllum mínum vangaveltum og pælingum, en mér tókst nú samt að taka nokkrar ákvarðanir og koma sumum tilfinningum á rétt ról (held ég).
En ég kom allavega heim endurnærð og tilbúnari að smæla framan í heiminn.

Næst er það bara að undirbúa ferð hinna útvöldu í bústaðinn um næstu helgi, þetta verður mögnuð helgi, enda magnaður hópur þar á ferð og ef marka má síðustu bústaðar ferð verður vel tekið á hlátur, kjafta og drykkju kvóta ársins. Hlakka óskaplega til, þið sem lesið þetta og eruð ekki í hópi hinna útvöldu, sorry, þið fáið sennilega ekki að vita mikið um þessa ferð en svona er lífið bara.

laugardagur, 16. febrúar 2008

Jæja já!!!!

Þetta er skrítið þetta líf. Við stelpurnar fórum að sjálfsögðu í Löngubúð í gærkvöldi að spila, enda búnar að vera í æfingabúðum meira og minna alla vikuna til að undirbúa okkur, en það er alveg á tæru að það er ekkert hægt að æfa fyrir svona spilamennsku. Ég held að ég hafi til dæmis tapað alla vikuna ( ok Heiða, fyrir utan þessi 2 skipti sem þú tapaðir) annars hafa Heiða og Snædís skipt með sér 1. sætinu, samt aðalega Snædís!!! En viti menn, í gærkvöldi TAPAÐI Snædís og fékk skammarverðlaunin en Heiða VANN, ótrúlegt en satt, munaði reyndar bara 5 stigum á okkur Heiðu en hún labbaði út með aðal vinnig kvöldsinns, eða hluta af honum, gaf Snædísi helminginn í sárabætur. En Óðinn var eitthvað í ruglinu í gær, vann ekkert enda svo sem ekkert rafmagnsleysi í þetta skiptið til að svindla á stigagjöfinni.
Dagurinn í dag fór að mestu leyti í blaður, hlátur og bull enda kom bullustampurinn í heimsókn og fátt annað að gera en að hlusta á tónlist og blaðra út í eitt. Ég hef reyndar alltaf haldið því fram að ég væri frekar heilsteypt í hausnum, en er ekki svo viss eftir daginn í dag!!!!! Annað hvort er ég kex í hausnum eða bullustampurinn eða bæði, ekki gott að segja !!!!!!!!! En dagurinn var allavega skemmtilegur :)
Svo er það bara spurning með kvöldið, gæti verið Langabúð með stelpunum, gæti líka verið sjónvarpið og sængin, kemur sennilega bara í ljós á eftr.
Bless í bili.

þriðjudagur, 12. febrúar 2008

Bongóblíða


Veðrið hérna í Kongó hefur verið með besta móti í dag og í gær. Við Heiða nýttum okkur það, fórum sanda hring í gær sem var æði, urðum reyndar næstum fyrir bíl en sem betur fer þektum við viðkomandi bíl og gátum komið okkur undan í tæka tíð og enginn sakaði, við fengum bara á okkur nokkra dropa af vatni úr nærliggjandi drullupolli. Í gærkvöldi var svo tekið æfingar spil fyrir föstudaginn, okkur veitir ekkert af því !!!!!
Eftir vinnu í dag rændi ég Selmu Líf á meðan að Snædís fór að vinna og við fengum Heiðu og Natalíu með okkur í göngu í brakandi blíðunni. Selma var hin ánægðasta með þetta framtak "ömmu sinnar" og hafði orð á flestu sem á vegi okkar varð (sjáðu, kaþetta) þangað til hún sá húsið sitt nálgast, þá var gleðin á enda, barnið graut fúllt og ég sá það á henni að ef hún hefði meiri orðaforða hefði hún kallað mig Grimmhildi Grámann.
Annars er bara allt fínt hér í sveitinni, ótrúlegt hvað smá sólarglæta getur gert fyrir sálina, með þessu áfram haldi verður vetrarblúsinn gleymdur og grafinn á augabragði.
Grimma Grámann kveður að sinni.

sunnudagur, 10. febrúar 2008

Yndisleg helgi

Þessi helgi hefur verið alveg yndisleg, er ekki búin að gera neitt af viti (ekki það að ég geri margt af viti svona yfirleitt). Hafði það af í gær að fara 2 út úr húsi, í fyrra skiptið barðist ég við veðrið til að komast í sjoppuna svo ég gæti nú haldið áfram að seðja nikótín nautnina, alveg magnað að maður skuli leggja þetta á sig, en jæja, ég nýtti ferðina í að heimsækja mæðgurnar í Mánabergi og þar var álíka leti í gangi og hefur ríkt á mínu heimili. Seinni útiveru dagsins var líka varið í Mánabergi, afrekaði þó að ganga þessi 50 skref sem aðskilja okkur Snædísi og var bara nokkuð sátt við það :)
Þessi heimsókn var nú samt ekki bara grín og glens eins og yfirleitt, ónei, þetta voru æfingabúðir spilafélagsins enda spilakvöld næsta föstudag í Löngubúð. Held að ég þurfi nú að herða mig all svakalega í spilamennskunni ef ég ætla ekki að hirða skammarverðlaunin, gerði ekkert annað en að safna mínus, alveg einstaklega óheppin í spilum ! Ég væri nú bara nokkuð sátt við það ef ég væri heppin í ástum í staðin, en nei, geri lítið annað en að safna mínusum þar líka....
Í þessari stöðu var víst lítið annað að gera en að fara bara heim og henda sér upp í rúm og fara snemma að sofa. Í dag sá ég ekki ástæðu til að vera mikið utan dyra enda veðrið ekki mjög kræsilegt. Byrjaði daginn eins og flesta aðra daga á því að blaðra við Maríu Dögg, jafnast ekkert á viða að spjalla við Norge yfir kaffibolla svona á sunnudags morgni.
Restinni af deginum hefur svo verið varið við saumavélina, enda fullur skápur af fötum sem þarf að gera eitthvað við svo hægt sé að nota þau (þegar maður býr í sveit er víst ekki hægt að hlaupa út ú búð og versla, ekki það að ég myndi hlaupa í búðina ef ég byggi annarstaðar, færi nú sennilega á bílnum)
Þangað til næst, Helga.

laugardagur, 9. febrúar 2008

Hvað haldiði bara !!!

Já, nú á að testa það hvort Helgan geti haldið úti bloggi, svo sem lítið annað að gera í þessu leiðindar veðri hér á klakanum en að röfla og rausa á netinu.
Í gærkvöldi ákváðum við Snædís og Heiða að skella okkur á vist í Löngubúð. Við hefðum svo sem getað sagt okkur það að eitthvað færi úrskeiðis, sjaldan lognmolla í kringum okkur svo sem.
Og viti menn, þegar við vorum búin að spila í ca hálf tíma var eins og einhver draugurinn í Löngubúðinni hefði sest að í rafmagnskerfinu og ákveðið að þarna væri nú staður og stund til þess að dansa villtann draugadas. Í dágóða stund blikkuðu ljósin af svo miklum ákafa að við héldum að einhver væri að grínast í okkur hreinlega, álagið var svo mikið að ekki leið langur tími þangað til að draugsa hafði tekist að klára allar rafmagnsbyrgðir sveitarfélagsins og allt varð svart.
Við létum þetta svo sem ekkert á okkur fá (þó svo að hjartað hafi tekið smá auka slög, enda Langabúð frekar draugaleg svona í myrkrinu) kertin voru bara dregin fram og við héldum áfram að spila eins og ekkert hefði í skorist enda mun meira kósý við kertaljós. Held reyndar að parið í Hjallabergi hafi nýtt sér þessa aðstöðu til að svindla svolítið á stigagjöfinni til að næla sér í alla vinningana. Óðinn var þó greininlega sleipari í stærðfræðinni en Heiða því að honum tókst að koma sínum stigum þannig fyrir að hann nældi í aðal vinning kvöldsins en Heiðu svindl færði henni skammarverðlaunin. Heiða við förum bara svolítið í plúsinn og mínusinn í vikunni til að undirbúa næsta föstudagskvöld ;)
Eftir spilamennskuna var svo bara farið heim í kertaljós og hugguleg heit. Alveg spurning hvort maður verði ekki að fara í búðina á eftir og fylla á kertabyrgðirnar, ef veðrið ætlar að halda svona áfram er ekkert víst að við fáum að halda rafmagninu í kvöld, en það er nú bara kósí.
Helga