miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Lilli aumingi

Fór heim úr vinnunni í dag lasin. Þetta gerist nú ekki oft en ég ákvað að láta mig hafa það að fara heim enda bústaða ferð framundan og ég ætla ekki að missa af henni takk fyrir kærlega.
Fæ alltaf svo mikið samviskibit þegar ég er heima lasin, en það þíðir ekkert, nú er ég bara lasin og undir sæng að aumingjast, hef EINHVERSTAÐAR náð mér í svona fína pest :(

En hvað haldiði, maður er alltaf að græða, haldiði að hún Íris mín hafi ekki talað við mig áðan, var að taka til í búðardótinu sínu og ætlar að láta mig fá fullt af skóm. (Er sennilega farin að velta því fyrir sér af hverju ég er alltaf á sokkunum, kanski þess vegna sem ég er lasin !!!) En ég er afskaplega glöð og hamingjusöm með þetta. Takk krúttið mitt :)

Jæja, ætla að fá mér einn kaffibolla og ath hvort mér hlýni ekki svolítið og hætti að skjálfa eins og hrísla (eða runni, er víst ekki svo smá að ég teljist vera hrísla) og er svo farin aftur undir sæng.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég var farin að kalla þig Helga tásla hehe:) Það var lítið Luv:)

Unknown sagði...

já Helga mín þú verður að vera orðin hress sem fyrst það má ekki klikka á bústaðinum, djöf..verður gaman ;)