laugardagur, 16. febrúar 2008

Jæja já!!!!

Þetta er skrítið þetta líf. Við stelpurnar fórum að sjálfsögðu í Löngubúð í gærkvöldi að spila, enda búnar að vera í æfingabúðum meira og minna alla vikuna til að undirbúa okkur, en það er alveg á tæru að það er ekkert hægt að æfa fyrir svona spilamennsku. Ég held að ég hafi til dæmis tapað alla vikuna ( ok Heiða, fyrir utan þessi 2 skipti sem þú tapaðir) annars hafa Heiða og Snædís skipt með sér 1. sætinu, samt aðalega Snædís!!! En viti menn, í gærkvöldi TAPAÐI Snædís og fékk skammarverðlaunin en Heiða VANN, ótrúlegt en satt, munaði reyndar bara 5 stigum á okkur Heiðu en hún labbaði út með aðal vinnig kvöldsinns, eða hluta af honum, gaf Snædísi helminginn í sárabætur. En Óðinn var eitthvað í ruglinu í gær, vann ekkert enda svo sem ekkert rafmagnsleysi í þetta skiptið til að svindla á stigagjöfinni.
Dagurinn í dag fór að mestu leyti í blaður, hlátur og bull enda kom bullustampurinn í heimsókn og fátt annað að gera en að hlusta á tónlist og blaðra út í eitt. Ég hef reyndar alltaf haldið því fram að ég væri frekar heilsteypt í hausnum, en er ekki svo viss eftir daginn í dag!!!!! Annað hvort er ég kex í hausnum eða bullustampurinn eða bæði, ekki gott að segja !!!!!!!!! En dagurinn var allavega skemmtilegur :)
Svo er það bara spurning með kvöldið, gæti verið Langabúð með stelpunum, gæti líka verið sjónvarpið og sængin, kemur sennilega bara í ljós á eftr.
Bless í bili.

2 ummæli:

J?hanna sagði...

Hæ beib!

hver er þessi bullustampur? Einhver sem ég þekki?

Helga Björk sagði...

jamm