þriðjudagur, 12. febrúar 2008

Bongóblíða


Veðrið hérna í Kongó hefur verið með besta móti í dag og í gær. Við Heiða nýttum okkur það, fórum sanda hring í gær sem var æði, urðum reyndar næstum fyrir bíl en sem betur fer þektum við viðkomandi bíl og gátum komið okkur undan í tæka tíð og enginn sakaði, við fengum bara á okkur nokkra dropa af vatni úr nærliggjandi drullupolli. Í gærkvöldi var svo tekið æfingar spil fyrir föstudaginn, okkur veitir ekkert af því !!!!!
Eftir vinnu í dag rændi ég Selmu Líf á meðan að Snædís fór að vinna og við fengum Heiðu og Natalíu með okkur í göngu í brakandi blíðunni. Selma var hin ánægðasta með þetta framtak "ömmu sinnar" og hafði orð á flestu sem á vegi okkar varð (sjáðu, kaþetta) þangað til hún sá húsið sitt nálgast, þá var gleðin á enda, barnið graut fúllt og ég sá það á henni að ef hún hefði meiri orðaforða hefði hún kallað mig Grimmhildi Grámann.
Annars er bara allt fínt hér í sveitinni, ótrúlegt hvað smá sólarglæta getur gert fyrir sálina, með þessu áfram haldi verður vetrarblúsinn gleymdur og grafinn á augabragði.
Grimma Grámann kveður að sinni.

1 ummæli:

J?hanna sagði...

Það væri voðalega fínt ef þú gætir sagt sólinni að kíkja svo aðeins á mig... Hér er ekki stætt fyrir roki og viðbjóði.

Knús