sunnudagur, 10. febrúar 2008

Yndisleg helgi

Þessi helgi hefur verið alveg yndisleg, er ekki búin að gera neitt af viti (ekki það að ég geri margt af viti svona yfirleitt). Hafði það af í gær að fara 2 út úr húsi, í fyrra skiptið barðist ég við veðrið til að komast í sjoppuna svo ég gæti nú haldið áfram að seðja nikótín nautnina, alveg magnað að maður skuli leggja þetta á sig, en jæja, ég nýtti ferðina í að heimsækja mæðgurnar í Mánabergi og þar var álíka leti í gangi og hefur ríkt á mínu heimili. Seinni útiveru dagsins var líka varið í Mánabergi, afrekaði þó að ganga þessi 50 skref sem aðskilja okkur Snædísi og var bara nokkuð sátt við það :)
Þessi heimsókn var nú samt ekki bara grín og glens eins og yfirleitt, ónei, þetta voru æfingabúðir spilafélagsins enda spilakvöld næsta föstudag í Löngubúð. Held að ég þurfi nú að herða mig all svakalega í spilamennskunni ef ég ætla ekki að hirða skammarverðlaunin, gerði ekkert annað en að safna mínus, alveg einstaklega óheppin í spilum ! Ég væri nú bara nokkuð sátt við það ef ég væri heppin í ástum í staðin, en nei, geri lítið annað en að safna mínusum þar líka....
Í þessari stöðu var víst lítið annað að gera en að fara bara heim og henda sér upp í rúm og fara snemma að sofa. Í dag sá ég ekki ástæðu til að vera mikið utan dyra enda veðrið ekki mjög kræsilegt. Byrjaði daginn eins og flesta aðra daga á því að blaðra við Maríu Dögg, jafnast ekkert á viða að spjalla við Norge yfir kaffibolla svona á sunnudags morgni.
Restinni af deginum hefur svo verið varið við saumavélina, enda fullur skápur af fötum sem þarf að gera eitthvað við svo hægt sé að nota þau (þegar maður býr í sveit er víst ekki hægt að hlaupa út ú búð og versla, ekki það að ég myndi hlaupa í búðina ef ég byggi annarstaðar, færi nú sennilega á bílnum)
Þangað til næst, Helga.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

uuu.. þú gætir nú farið í klörubúð og hún pantarfyrir þig og þú færð vöruna í fyrsta lagi í nóvember!

er það ekki bara ágætis sveitadíll ! ? hröð og góð þjónusta !
Snæsan !

J?hanna sagði...

Ef að blessuð níkótínfíknin myndi ekki koma manni stundum útúr húsi þá væri maður oft illa settur ;)